Fábjánar og menningarvitar

Eftir að hafa hlustað á þokkapiltinn Þráinn Bertelson í Bítinu á Bylgjunni í morgun, er ég hugsi yfir því hvernig svona maður geti komist í þá stöðu að sitja á þingi og eiga að vera aðili að því að setja okkur lög og ráða fram úr þeim vanda sem þjóðin er í. Hann hefur hins vegar sjálfur séð til þess að hann er nánast óvirkur sem þingmaður. Hann tók það óstinnt upp þegar félagar hans í (þá) Borgarahreyfingunni höfðu áhyggjur af því að geðheislu hans væri eitthvað ábótavant. Ég held að hann hafi frekar styrkt álit þeirra með framgöngu sinni í Bítinu. Hroki, dónaskapur og brenglað mat hans á fólki ber þess glögg merki. Með því að slíta samstarfinu við félaga sína og sitja sem óháður þingmaður utan flokka hefur hann tryggt sér þá þægilegu stöðu að þurfa ekki að starfa í nema einni nefnd þingsins (Allsherjarnefnd) og getur þar af leiðandi notið þeirrar tilvistar sem letingjar kjósa, þ.e. að gera helst ekki neitt.

 Það að telja þá fábjána sem ekki eru sömu skoðunar og hann um mál eins og listamannalaun, hlýtur að segja meira um þokkapiltinn Þráin og brenglað mat hans á skoðunum fólks,  að hluti þjóðarinnar sé fábjánar telji það að ríkið eigi ekki að greiða listamannalaun. Það eru skiptar skoðanir á öllum málum, sérstaklega þegar um er að ræða mál þar sem ríkið úthlutar skattfé almennings til sérvaldra. Þegar óformleg skoðana-könnun,  sýnir að 80 % þeirra, sem taka þátt séu andvígir greiðslu listamannalauna og séu því taldir fábjánar vegna skoðunar sinnar, er spurning hvort „Þokkapilturinn“  sjálfur hafi ekki gengið full langt.

Hroki og dónaskapur hans í garð tæknimannsins Þráins eru með öllu óafsakanleg. Að tala til manns sem væntanlega er ekki minni listamaður á sínu sviði en þokkapilturinn, sýnir hverskonar yfirlæti hrjáir þetta undur, sem afhjúpaði sig í morgun.Ég tel að Þráinn Bertelson hafi ekki eingöngu sýnt Þráni tæknimanni  helberan dónaskap og stjórnendum þáttarins, heldur móðgaði hann alla þá, sem ekki eru þeirra skoðunar að ríkið eigi að greiða sérvöldum aðilum listamannalaun.

Ég held að þokkapilturinn Þráinn Bertelson ætti nú að sjá sóma sinn í því að segja sig frá þingmennsku strax, þjóðin hefur ekki efni á því, að á þjóðþinginu sitji  „fábjánar“, og örugglega ekki menn,  sem ekki bera meiri virðingu fyrir skoðunum fólksins en hann sýndi. Íslendingar eiga svo miklu betra skilið.  Íslendingar þurfa að hafa fólk á Alþingi sem ekki er haldið geðkvillum, rangmati, hroka og sjálfsdýrkun.

 Þráinn! Þú átt að biðja þjóðina afsökunar og notaðu svo tækifærið og segðu af þér þingmennsku strax, þú ert alveg gjörsamlega óhæfur til starfans.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pétur Georg Guðmundsson

Höfundur

Pétur Georg Guðmundsson
Pétur Georg Guðmundsson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband